10/13/2025

Útgáfa skuldabréfa að fjárhæð 2,2 milljarðar króna

image

Styrkás hf. hefur gefið út skuldabréf að nafnvirði kr. 2.200.000.000. Skuldabréfin bera 1 mánaðar REIBOR vexti með 1,50% álagi og verða endurgreidd með einni afborgun á lokagjalddaga, sem er 15. október 2027. Heimilt er að stækka útgáfuna í allt að 5 milljarða króna.

Skuldabréfin eru rafrænt útgefin og félagið mun í kjölfar útgáfunnar sækja um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Arctica Finance hafði umsjón með útgáfunni og BBA//Fjeldco Legal veitti félaginu lögfræðiráðgjöf í tengslum við útgáfuna.

logo

Fleiri fréttir