Um Styrkás

Styrkás hefur markað sér stefnu um að byggja ofan á sterkar stoðir samstæðunnar með innri og ytri vexti á fimm kjarnasviðum, orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu og leigustarfsemi. Innan samstæðu félagsins í dag eru Skeljungur sem er leiðandi á sviði orku og efnavöru og Klettur sem er leiðandi í sölu og þjónustu á tækjum og búnaði. Markmiðið er að verða leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með styrk til að þjónusta þá innviða- og atvinnuvegafjárfestingu sem framundan er á Íslandi. Stefnt er að skráningu í Kauphöll Íslands fyrir árslok 2027.

image

Hluthafar

SKEL fjárfestingafélag

63,4%

Horn IV slhf.

27,0%

Aðrir hluthafar

9,6%
image

Stjórn

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason

Ásgeir er forstjóri Skel fjárfestingafélags og hefur átt sæti í stjórn Styrkáss frá nóvember 2023.

Hermann Már Þórisson

Hermann Már Þórisson

Hermann er forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Landsbréfum og framkvæmdastjóri Horns IV slhf. Hermann hefur átt sæti í stjórn Styrkáss frá nóvember 2023.

Berglind Halldórsdóttir

Berglind Halldórsdóttir

Berglind er sjóðstjóri hjá sérhæfðum fjárfestingum Landsbréfa og hefur átt sæti í stjórn Styrkáss frá nóvember 2023.

Sunna Björg Helgadóttir

Sunna Björg Helgadóttir

Sunna Björg er framkvæmdastjóri Tæknisviðs hjá HS Orku. Hún er óháður stjórnarmaður og hefur átt sæti í stjórn Styrkáss frá maí 2024.

Lárus Árnason

Lárus Árnason

Lárus er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Skel fjárfestingafélagi og hefur átt sæti í stjórn Styrkáss frá júlí 2022.

image

Starfsfólk

Ásmundur Tryggvason

Ásmundur Tryggvason

Ásmundur var ráðinn forstjóri Styrkáss í október 2023. Ásmundur var áður framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs Íslandsbanka um tæplega fimm ára skeið og var þar áður forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar bankans í sjö ár. Hann hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa félaga, eins og Símans, Lýsingar, VÍS eignarhaldsfélags og Kögunar.

Jóhanna Helga Viðarsdóttir

Jóhanna Helga Viðarsdóttir

Jóhanna Helga leiðir Innri þjónustu Styrkás en undir sviðið heyra sjálfbærni- og gæðamál, mannauðsmál, samhæfing markaðsmála og verkefnastýring lykilverkefna á samstæðugrunni. Jóhanna er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún hefur starfað sem stjórnandi hjá Símanum, Reiknistofu bankanna, 365 miðlum, Torgi og síðast Skeljungi þar sem hún hefur verið í starfi framkvæmdastjóra Sjálfbærni og stafrænnar þróunar frá árinu 2022.

Linda Björk Halldórsdóttir

Linda Björk Halldórsdóttir

Linda Björk Halldórsdóttir er forstöðumaður Mannauðs en starfið tilheyrir sviði Innri þjónustu Styrkáss. Linda kom til Styrkáss frá Skeljungi þar sem hún sinnti starfi mannauðsstjóra frá árinu 2018. Linda er með mastersgráðu í Mannauðsstjórnun og B.S í Viðskiptafræði.

Gunnar Skúlason

Gunnar Skúlason

Gunnar leiðir uppbyggingu fjármálasviðs Styrkáss. Gunnar starfaði áður sem sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Skeljungi og ráðgjafafyrirtækinu Expectus. Hann kemur frá Kletti – sölu og þjónustu þar sem hann gegnir starfi fjármálastjóra. Gunnar er með B.Sc. í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Aðgerðarrannsóknum frá DTU í Danmörku.