01/27/2026
Styrkás hf. hefur gefið út skuldabréf að nafnvirði 1,7 ma.kr.

Styrkás hf. hefur gefið út skuldabréf að nafnvirði 1,7 ma.kr. Skuldabréfin bera 1 mánaðar REIBOR vexti með 1,50% álagi og verða endurgreidd með einni afborgun á lokagjalddaga, sem er 25. janúar 2030. Heimilt er að stækka útgáfuna í allt að 5 milljarða króna.
Skuldabréfin eru rafrænt útgefin og félagið mun í kjölfar útgáfunnar sækja um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Arctica Finance hafði umsjón með útgáfunni.
Nánari upplýsingar veitir:
Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkás hf.
asmundur@styrkas.is


