06/07/2025

Stofnanafjárfestar kaupa 15,4% hlutafjár í Styrkás

image

SKEL hefur undirritað kaupsamning gagnvart hópi innlendra stofnanafjárfesta um kaup þeirra á 15,4% hlutafjár Styrkás hf. Kaupverð hlutafjár er 3.150 m.kr.  

Kaupendur að hlutunum í Styrkás eru VÍS tryggingar hf., Íslandssjóðir, Birta lífeyrissjóður („Birta“), Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins („LSR“). Samhliða kaupunum hefur Horn IV slhf., fagfjárfestasjóður í rekstri Landsbréfa, flutt hluti sína í Styrkás hf. milli sjóða, í SÁ Horn slhf. („SÁ Horn“). Fjárfesting og eignarhald LSR, Birtu og Íslenska lífeyrissjóðsins í Styrkás verður sömuleiðis í gegnum SÁ Horn.

Að loknum viðskiptunum eru hluthafar Styrkás 19 talsins. Stærstu hluthafar félagsins eru SKEL fjárfestingafélag hf. með 47,9%, SÁ Horn, í rekstri Landsbréfa, með 39,2%, Máttarstólpi, eignarhaldsfélag Ásgeirs Þorlákssonar með 8,7% og aðrir hluthafar fara með 4,2% hlut.

 

Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkás

“Það er afar ánægjulegt að hluthafahópur Styrkás sé að breikka með innkomu fleiri fagfjárfesta sem vilja taka þátt í að efla félagið og taka þátt í uppbyggingu á leiðandi þjónustufyrirtæki með styrk til að þjónusta þá innviða- og atvinnuvegafjárfestingu sem framundan er á Íslandi.”

logo

Fleiri fréttir