01/14/2026

Styrkás verður skráð í kauphöll á öðrum ársfjórðungi 2027

image

Stjórn Styrkás hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs.

Hreinsitækni og HRT þjónusta komu inn í rekstur Styrkás frá 1. janúar 2026 og mynda fjórða kjarnasvið samstæðunnar á sviði umhverfis- og iðnaðarþjónustu. Fyrir voru þrjú kjarnasvið í orku og efnavörum (Skeljungur), tækjum og búnaði (Klettur) og eignaumsýslu og leigustarfsemi (Stólpi).
Rekstrarhagnaður Styrkás eftir afskriftir (EBIT) er áætlaður á bilinu 3.350 – 3.650 m.kr. á árinu 2026.

 

Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkás:

„Með ákvörðun stjórnar hefst formlega undirbúningur fyrir skráningu Styrkás í kauphöll. Samþætting hefur gengið samkvæmt áætlun og stjórnarhættir taka nú þegar mið af viðmiðum sem gilda um skráð félög. Sterkur hluthafahópur stendur að félaginu þar sem saman fer blanda af leiðandi einkafjárfestum og stórum stofnanafjárfestum. Markmiðið með skráningu í kauphöll er að nýta kosti kauphallarinnar til frekari vaxtar.“

 

Um Styrkás

Styrkás hf. er rekstrarfélag sem var stofnað árið 2022. Skeljungur,  Klettur, Stólpi, Hreinsitækni og HRT þjónusta eru dótturfélög Styrkás og saman mynda þessi félög samstæðu Styrkás. Það er stefna félagsins að verða leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með styrk til að þjónusta innviða- og atvinnuvegafjárfestingu á Íslandi.

Markmið Styrkáss er að byggja ofan á sterkar stoðir með innri og ytri vexti kjarnasviða, sem eru orka og efnavara, tæki og búnaður, eignaumsýsla og leigustarfsemi og umhverfisþjónusta og iðnaður.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ásmundur Tryggvason
Forstjóri Styrkás hf.
asmundur@styrkas.is

logo

Fleiri fréttir