12/19/2025
Samkomulag um kaup á Hringrás fellur niður

Samkomulag um helstu skilmála kaupsamnings um kaup Styrkáss hf. á Hringrás ehf. hefur verið fellt niður. Samkomulagið var meðal annars gert með fyrirvara um gerð áreiðanleikakönnunar, gerð kaupsamnings, endanlegt samþykki stjórnar og hluthafafundar. Þar sem skilyrði samkomulagsins hafa ekki verið uppfyllt hefur það verið fellt niður.


