08/22/2023

Skeljungur ehf. undir­ritar kaup­samning um kaup á öllu hluta­fé Bú­vís ehf

image

Bú­vís var stofnað í janúar 2006 af bræðrunum Einari Guð­munds­syni og Gunnari Guð­mundar­syni sem hafa átt og rekið fé­lagið frá upp­hafi.

Skeljungur ehf. hefur undir­ritað kaup­samning um kaup á öllu hluta­fé Bú­vís ehf. á Akur­eyri. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Skeljungi en þar segir að með kaupunum hyggst fé­lagið bæta enn frekar vöru­úr­val og þjónustu­fram­boð við bændur víðs vegar um landið en að öðru leyti eru engar breytingar fyrir­hugaðar á starf­semi Bú­vís eða þjónustu við við­skipta­vini.
Bú­vís var stofnað í janúar 2006 af bræðrunum Einari Guð­munds­syni og Gunnari Guð­mundar­syni sem hafa átt og rekið fé­lagið frá upp­hafi.

Fé­lagið sér­hæfir sig í sölu og þjónustu bú­véla og rekstar­vara til bænda svo sem á­burði, rúlluplasti og rúllu­neti. Vaxandi þáttur í rekstrinum er einnig sala á vörum til annarra hópa.

Eigendur komnir að vissum tímamótum

Fyrir­tækið er stað­sett á Akur­eyri en sölu­menn og um­boðs­aðilar eru dreifðir um landið sem eru mest bændur.
Einar Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri Bú­vís segir í til­kynningu að eig­endur hafi verið kominn að vissum tíma­mótum með fyrir­tækið og fagni því að sjá það í góðum höndum.

Jafn­framt segist hann hlakka til þess að að­stoða nýja eig­endur við að efla fé­lagið enn frekar með það fyrir augum að bæta þjónustu og vöru­úr­val til við­skipta­vina, sem séu þeim bræðrum afar kærir eftir ára­löng og góð við­skipti.
Skeljungur þjónar orku­þörf fyrir­tækja og sér um inn­kaup, heild­sölu og dreifingu á elds­neyti sem og sölu á smur­olíum, hreinsi- og efna­vörum og á­burði undir vöru­merkinu Sprettur á­samt öðrum land­búnaðar­vörum. Það er stefna Skeljungs að bjóða bændum vöru­úr­val í hæsta gæða­flokki og fram­úr­skarandi þjónustu á sam­keppnis­hæfu verði.

Að sögn Þórðar Guð­jóns­sonar for­stjóra Skeljungs sér hann Bú­vís sem á­huga­vert og spennandi fyrir­tæki sem muni stuðla að betri tengingu við bændur og gefi mikil tæki­færi til fram­sóknar víða um land. Þá sjái hann mikil færi á að efla starf­semi Bú­vís enn frekar í kjöl­far kaupanna, við­skipta­vinum fé­lagsins til heilla.

Fyrir­tækja­ráð­gjöf Ís­lenskra verð­bréfa hafði milli­göngu um kaupin og stýrði sölu­ferlinu en kaupin eru háð fyrir­vara um sam­þykki Sam­keppnis­eftir­litsins.

logo

Fleiri fréttir