03/18/2024

Nýir stjórnendur hjá Styrkási

image

Þrír stjórnendur hafa verið ráðnir til Styrkáss, allir koma þeir frá dótturfélögum innan samstæðu.

Gunnar Skúlason og Jóhanna Helga Viðarsdóttir hafa verið ráðin í framkvæmdastjórn Styrkáss. Þá hefur Linda Björk Halldórsdóttir verið ráðin forstöðumaður Mannauðs hjá Styrkási.

Gunnar verður fjármálastjóri og leiðir uppbyggingu fjármálasviðs Styrkáss. Gunnar starfaði áður sem sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Skeljungi og ráðgjafafyrirtækinu Expectus. Hann kemur frá Kletti – sölu og þjónustu þar sem hann gegnir starfi fjármálastjóra. Gunnar er með B.Sc. í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Aðgerðarrannsóknum frá DTU í Danmörku.

Jóhanna Helga verður framkvæmdastjóri Innri þjónustu en undir sviðið heyra sjálfbærni- og gæðamál, mannauðsmál, samhæfing markaðsmála og verkefnastýring lykilverkefna á samstæðugrunni. Jóhanna er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún hefur starfað sem stjórnandi hjá Símanum, Reiknistofu bankanna, 365 miðlum, Torgi og síðast Skeljungi þar sem hún hefur verið í starfi framkvæmdastjóra Sjálfbærni og stafrænnar þróunar frá árinu 2022.

Linda Björk Halldórsdóttir er nýr forstöðumaður Mannauðs en starfið tilheyrir sviði Innri þjónustu Styrkáss. Linda kemur til Styrkáss frá Skeljungi þar sem hún hefur sinnt starfi mannauðsstjóra frá árinu 2018. Linda er með mastersgráðu í Mannauðsstjórnun og B.S í Viðskiptafræði.

Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss:

Styrkás hefur markað sér stefnu um að vera leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með styrk til að þjónusta þá innviða- og atvinnuvegafjárfestingu sem framundan er. Gunnar, Jóhanna Helga og Linda Björk munu styrkja stjórnendateymi Styrkáss í þeirri vegferð. Viðfangsefni þeirra sem stjórnenda mikilvægra stoðsviða á samstæðugrunni, verður að samhæfa og einfalda stoðþjónustu og efla þannig slagkraft samstæðunnar til áframhaldandi vaxtar.

logo

Fleiri fréttir