05/06/2025

Einn af stofnendum Kletts tekur við nýju hlutverki hjá Styrkás

image

Sveinn Símonarson, einn af stofnendum og fyrri eigendum Kletts, hefur tekið við nýju hlutverki sem viðskiptastjóri hjá Styrkás.

Samstæða Styrkás samanstendur af þremur kjarnasviðum, það eru orka og efnavara sem er starfrækt af Skeljungi, tæki og búnaður sem er starfrækt af Kletti og eignaumsýsla og leigustarfsemi sem er starfrækt af Stólpa.

Í nýju hlutverki mun Sveinn vinna að mótun og þróun langtímasamskipta við lykilviðskiptavini samstæðunnar og styðja við samþættingu sölu og þjónustu á milli kjarnasviðanna.

Sveinn Símonarson:
„Það hefur verið mér sönn ánægja að fá að leiða uppbyggingu þjónustusviðs Kletts frá upphafi með því frábæra fólki sem þar starfar. Nú hlakka ég til að takast á við ný og spennandi verkefni hjá Styrkás og styðja við vöxt samstæðunnar í nánu samstarfi við starfsmenn og viðskiptavini.“

logo

Fleiri fréttir