12/19/2025

Styrkás lýkur kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu

image

Styrkás hf. hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum („Hreinsitækni“). Með kaupunum verður Hreinsitækni hluti af samstæðu Styrkás.

Hreinsitækni er leiðandi í umhverfis- og innviðaþjónustu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Félagið hefur aðstöðu og tækjaflota í fjórum landshlutum og hjá því starfa um 150 manns. Með kaupunum verður til fjórða tekjusvið Styrkás, á sviði umhverfis- og iðnaðarþjónustu.

Hreinsitækni verður áfram rekið sem sjálfstætt félag innan samstæðu Styrkás undir óbreyttri forystu Björgvins Jóns Bjarnasonar forstjóra.

Kaupin eru í samræmi við stefnu Styrkás um að byggja upp sterkt þjónustufélag við uppbyggingu atvinnuvega- og innviða með sterkar stoðir á fjórum kjarnasviðum, í orku og efnavörum, tækjum og búnaði, eignaumsýslu og leigustarfsemi, auk umhverfis- og iðnaðarþjónustu. Styrkás stefnir jafnframt að því að skrá félagið í kauphöll Íslands fyrir árslok 2027. 

logo

Fleiri fréttir