04/19/2024

Kaup Styrkás á Stólpa frágengin

image

Vísað er til tilkynningar frá 31. janúar 2024, um undirritun kaupsamnings vegna kaupa Styrkás hf., félags í 69,4% eigu SKEL fjárfestingafélags, á 100% hlutafjár í sex dótturfélögum Máttarstólpa ehf. Kaupsamningurinn var háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í dag var gengið frá uppgjöri viðskiptanna með greiðslu kaupverðs og afhendingu hluta í eftirfarandi félögum:

- Stólpi Gámar ehf., kt. 460121 1590, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík;
- Stólpi Smiðja ehf., kt. 4601211750, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík;

- Klettaskjól ehf., kt. 4601210510, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík;
- Stólpi ehf., 460121-0430, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík;
- Tjónaþjónustan ehf., kt. 460121-1670, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík;
- Alkul ehf., kt. 491020-0830, Haukdælabraut 48, 113 Reykjavík.

í sameiningu vísað til þessara félaga sem „hið selda“. Þau verða sem fyrr rekin á samstæðugrunni.

Heildarvirði hins selda er 3.549 m.kr. Að frádregnum nettó vaxtaberandi skuldum og stöðu nettó veltufjármuna er endanlegt kaupverð 2.955 m.kr. Kaupverðið var 55% greitt með reiðufé og 45% greitt með nýjum hlutum í Styrkási. Gefnir voru út 1.113.413.668 nýir hlutir í Styrkási í tengslum við kaupin. Máttarstólpi, sem er í eigu Ásgeirs Þorlákssonar, eignast 8,7% hlut í Styrkási eftir kaupin.

Samanlagður hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA án áhrifa IFRS 16) hinna keyptu félaga var 663 m.kr. árið 2023 samkvæmt drögum að ársuppgjöri. Áætlaður hagnaður Styrkáss samstæðunnar fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) árið 2024 er um 2,7 ma.kr. eftir kaupin.

logo

Fleiri fréttir