04/08/2025

Fyrsta árs- og sjálfbærniskýrsla Styrkás

image

Styrkás skilaði metafkomu á árinu 2024 þar sem öll kjarnasvið samstæðunnar: Orka og efnavara (Skeljungur), Tæki og búnaður (Klettur - Sala og þjónusta), Eignaumsýsla og leigustarfsemi (Stólpi) skiluðu góðri rekstrarafkomu.

Skýrslan veitir innsýn í bæði fjárhagslegan árangur og áherslur í sjálfbærnistarfi samstæðunnar. Rekstrarhagnaður (EBIT) samstæðunnar á árinu 2024 nam um 2,5 milljörðum króna og var 4% yfir rekstraráætlun. Aukning var í sölutekjum og leigutekjur jukust um rúmlega 50% og námu leigutekjur samtals um 1 milljarði króna hjá samstæðunni. Góður vöxtur var jafnframt í þjónustutekjum á milli ára. Handbært fé samstæðunnar nam 4,8 milljörðum króna í lok árs og nettó vaxtaberandi skuldir voru 2,1 ma.kr. Handbært fé móðurfélags nam 2,8 milljörðum króna í árslok sem veitir samstæðunni gott svigrúm til áframhaldandi vaxtar. Við erum stolt af því að skýrslan inniheldur einnig okkar fyrstu ófjárhagslegu upplýsingagjöf sem samstæðu. Við völdum að setja þær upplýsingar fram samkvæmt ESRS-staðalnum (European Sustainability Reporting Standards), en það er liður í því að byggja upp vandaða upplýsingagjöf til hagaðila okkar um hvernig stjórnarhættir og áhættustýring í sjálfbærni (UFS þættir) eru samþættir stefnu og markmiðum samstæðunnar.

Styrkás ætlar sér að verða leiðandi í þjónustu við uppbyggingu innviða á Íslandi, með áframhaldandi þróun og vexti hjá kjarnasviðum samstæðunnar.

Lesa má skýrsluna hér: https://styrkas-blog.cdn.prismic.io/styrkas-blog/Z-_FYndAxsiBwVOJ_Styrkas_AnnualReport2024_webversion.pdf

logo

Fleiri fréttir